Skírnir - 01.09.2010, Blaðsíða 65
321um leikskáldið kamban
Leikurinn gerist í Kaupmannahöfn og lýsir því hvernig velmeg-
andi íslensk-danskri fjölskyldu vegnar þar í borg. Þarna er teflt fram
fimm hjónaböndum sem öll eru á barmi upplausnar og lýst ólíkum
viðbrögðum þessara hjóna við vanda sínum. Á mestu þjóð flutninga-
dögum sem menn þekkja og þegar slagorðið er skilningur eða skiln-
ingsleysi milli menningarheilda, ætti efni hans ekki að vera framandi,
þó að líkar þjóðir temji sér eða telji sig sinna ólíkum gildum. En titill-
inn víkur að því að í raun sé þó tjaldað til einnar nætur, við séum öll
rótlausir hirðingjar. Í síðari gerð leiksins (eða endanlegri gerð, Kamban
gerði þrjár atlögur að efninu), Derfor skilles vi,77 eru hin siðferðilegu
gildi sett enn meira á oddinn. Þær aðstæður, að höfundur virðist tefla
fram því sem eiga að heita gömul íslensk siðferðisgildi gegn nýju
siðferði nútímans hjá Dönum, sem sagt einkum í hjónabandsmálum,
kann að hafa haft áhrif á að leikurinn féll ekki öllum Dönum vel í geð.
Þó má einnig finna meðal gagnrýnenda vinsamleg ummæli, enda ekki
ljóst í hverju þessar fornu dyggðir Íslendinga ættu raunverulega að
vera fólgnar, mönn um fannst afstaða Sigþrúðar til hjónabandsins
ekkert séríslenskt fyrirbæri.78
Það er ekki svo gríðarlegur gæðamunur á leikgerðunum á þess -
um leik, en efnið er í sjálfu sér áhugavert og satt að segja hefur sam-
skiptum Íslendinga og Dana verið óþarflega oft lýst mjög ein hliða
og ekki síst af Íslendinga hálfu.79 Í leiknum eru dramatískir sprettir,
skírnir
77 Miðgerðin nefndist á dönsku Tidløse Dragter og á þýsku Zeitlose Gewänder
þegar höfundur reyndi að koma leiknum á framfæri í Þýskalandi. Það tókst og fór
frumflutningur fram í Reussisches Theater í Gera, 3. janúar 1938. Viðtökur voru
afar jákvæðar og höfundi hampað mjög. Sjá t.d. Geraer Zeitung, 4. janúar 1938
og 6. janúar 1938. Ásgeir Guðmundsson (2009: 186–203) hefur kannað viðtökur
við leikritum Kambans í Þýskalandi og kann greinarhöfundur honum miklar
þakkir fyrir að hafa getað nýtt sér þýskar umsagnir.
78 Sjá t.d. Worster 1923: 530–537.
79 Í viðtali við Politiken daginn fyrir frumsýningu á Derfor skilles vi segir Kamban
að frumgerðin hafi verið talsvert flýtisverk og ýtt hafi verið á eftir sér að ljúka við
hana, en sig hafi alltaf langað til að vinna að verkinu upp á nýtt. Tilsvörin, sam-
tölin, séu ekki svo mjög breytt, en atburðarásin taki nýja stefnu. Neðanmáls við
leikrýni Viggos Cavling í Politiken, 25. janúar 1939, sem er í heildina lofsverð og
ber yfirskriftina „Kambans Slægtdrama intresserede“ (Ættardrama Kambans
vakti áhuga), hefur blaðið af ótuktarskap sínum birt þrjú dæmi um algjörlega
óbreytt samtöl og spyr hvernig hægt sé að breyta atburðarás án þess að breyta
samtölum. Ýmsum leikaranna er annars hælt fyrir frammistöðu sína, einkum
Holger Gabrielsen, Karin Nellemose og Önnu Borg.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 321