Skírnir - 01.09.2010, Blaðsíða 270
… ef hann annars framkvæmir sjálfur, fyrirskipar framkvæmd á eða
lætur viðgangast að framkvæmt sé nokkuð það, er fer í bága við
stjórnarskrá lýðveldisins, eða lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð
það, sem þar er fyrirskipað eða veldur því, að framkvæmd þess farist
fyrir …
Í b-lið 10. gr. verður ráðherra sekur
… ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því, að framkvæmt sé
nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé
framkvæmd þess sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur
farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða
veldur því, að slík framkvæmd farist fyrir.
Einnig er rétt að hafa hér í huga b-lið 9. gr. þótt ekki sé lagt til að ákært
verði fyrir brot gegn honum, en þar segir að ráðherra verði með sama hætti
og í c-lið 8. gr. ábyrgur ef hann brýtur gegn öðrum lögum landsins.
Brot samkvæmt lögunum varða embættismissi, sektum eða fangelsi allt
að tveimur árum.
Gagnrýnt hefur verið að refsiheimildir í lögunum um ráðherraábyrgð
séu ekki nægilega skýrar og tvísýnt að þær standist ákvæði mannréttinda-
sáttmála sem Ísland er aðili að og þá sérstaklega 6.–7. gr. mannréttinda-
sáttmála Evrópu og 69.–70. gr. stjórnarskrárinnar. Til glöggvunar má skipta
embættisbrotum ráðherra í þrjá meginflokka: stjórnarskrárbrot, 8. gr. c,
önnur lagabrot, 9. gr. b og brot á því sem kallað hefur verið góð ráðs -
mennska, 10. gr. b.9 Varla verður sagt að refsiheimildirnar sem lúta að
stjórnarskrárbrotum og öðrum lögbrotum séu ekki nægilega skýrar. Álita-
mál er hins vegar um ákvæðið sem lýtur að góðri ráðsmennsku, en um það
verður fjallað síðar.
Réttarfarsreglur
Mál fyrir landsdómi ber að með þeim hætti að ráðherra er grunaður um að
hafa brotið af sér þannig að varði við lög um ráðherraábyrgð. Þá kemur til
kasta Alþingis að rannsaka málið og taka síðan ákvörðun um málshöfðun
ef efni þykja standa til þess. Engin sérstök ákvæði eru í lögunum um lands-
dóm hvernig Alþingi skuli haga rannsókn sinni og öðrum undirbúningi,
526 sigurður líndal skírnir
9 Alþingistíðindi 1962 A: 152. Þessar athugasemdir eiga við landsdómslögin nr.
2/1904, en efnismunur er ekki meiri en svo að þær geta einnig átt við lögin nr.
4/1963.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:03 Page 526