Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 14
12
BREIÐFIRÐINGUR
mitt á Heinabergi að fundum okkar Jófríðar bar saman,
ég 'hafði gengið inn eftir einhverra erinda. Mér var vel
tekið og að erindi loknu og þegnum góðgerðum fór ég
heim, og varð gengið fram hjá hlóða-eldhúsi, sem þá voru
á hverjum bæ. Þar logaði eldur á hlóðum og grillti ég
gegnum reykinn að þar sat gömul kona og físaði í eldinn
undir potti með tréhlemmi, það fór að loga, sú gamla
kunni sitt fag. Ég geng inn til hennar og segi: „Komdu
sæl,“ 'hún stendur upp, hristir ryk af svuntu sinni, rýnir
á mig, tekur undir kveðju mína og segir: „Þetta mun vera
nýja frúin á Heinabergi“, ég játti því. -— Við rædd-
umst lítið við að því sinni, en kynni okkar áttu
eftir að verða nánari, því að ég kom oft að
Fagradal og átti þar sönnum vinum að mæta. Svo kom
gamla konan til mín og gisti hjá mér tvær nætur, sína
nóttina hvorn vetur. Þá sagði hún mér margt, sem á daga
hennar hafði drifið. Hún var skýr í hugsun, minnug og
sagði vel frá. Hún gekk ekki troðnar slóðir, hún fór sín-
ar eigin leiðir og fyrir það er hún mér enn minnisstæðari.
Það sem hér fer á eftir um ætt hennar, uppruna og dvalar-
staði hef ég frá Lárusi syni hennar. Allan kaflann um
séra Friðrik Eggerz, sem hún var ráðskona hjá í þrjú ár,
sagði hún mér sjálf og skrifaði ég sumt lauslega niður
eftir henni og styðst við það hér.
Jófríour var fædd 12. jan. 1861 í Eyrarsveit, þar sem for-
eldrar hennar bjuggu þá, en þau bjuggu síðar á Bár í sömu
sveit, en við þann hæ var faðir hennar jafnan kenndur.
Þar ólst Jófríður upp. Seinna fluttu foreldrar hennar svo
vestur á Barðaströnd, að Arnórsstöðum og bjuggu þar lengi,
alltaf mjög fátæk.