Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 15
BREIÐFIR3INGUR
13
Foreldrar Jófríðar voru þau hjón Jón Einarsson frá Bár,
sem áður segir og Silvía Sigurðardóttir bónda að Kljá í
Helgafellssveit. Börn þeirr auk Jófríðar voru Júlíana,
Magðalena, Hansína og Eyjólfur, sem kallaður var hinn
sterki sbr. Breiðfirskir sjómenn.
Jófríði langaði mikið til að eignast falleg spariföt,
peysuföt, silkisvuntu, slifsi og allt sem þeim fatnaði til-
heyrði, ennfremur að mannast eitthvað, eins og það var
Alexander IiOftsson
og
Jófríður Jónsdóttir
kallað. Þá var Stykkishólmur aðal menningarsetrið við
Breiðafjörð, þangað stefndi hugur ungu stúlkunnar, hana
dreymdi stóra drauma, að komast þangað og læra margt.
Og draumurinn varð að veruleika, þegar hún dreif sig að
heiman, úr öllu tátæktarbaslinu, út í Stykkishólm. Þar
réðst hún sem vetrarstúlka hjá Richters hjónum, en hann
fékkst við verslunarstörf og var danskur í föðurætt. Þar