Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 17
BREIÐFIRÐINGUR
15
þá sem nú tekjulítil og lítið þangað að sækja, enda beið
hins unga manns annað og meira, sem öllum er kunnugt.
Nú fór að vandast málið hjá Hallgrími bónda, þar sem
liann varð að útvega nýja sýslumanninum húsnæði, mat-
föng og síðast en ekki síst ráðskonu, sem kynni vel til verka.
Hann fór í flýti yfir þær stúlkur, sem hann þekkti bæði
heima og í nágrenninu og endaði alltaf á sama punktinum:
„Það er engin fremri henni Fríðu, henni Jófríði kaupa-
konu, hún er svo forfrömuð úr því Richters-húsi í Hólmin-
um.“ Hann kallaði hana inn til sín, lokaði dyrum og mælti:
„Fríða mín, mér hefur dottið í hug að leita til þín, mér er
mikill vandi á höndum. Hingað er væntanlegur ungur sýslu-
maður og mig vantar ráðskonu til að rázka fyrir hann.
Ég mun skaffa húsnæði og allt sem til matar þarf. Hvað
segir þú um það heillin mín, að taka þetta að þér?“ —
„Ég verð að segja, að ég treysti mér tæplega til þess en
skal þó reyna, ef þú sérð enga, sem þú telur mér hæfari.
Þú veist húsbóndi góður, að þessi ungi maður, sem er af
göfugustu ættum landsins, er að koma frá háskólanum í
Kaupmannahöfn og þegar orðinn stórskáld.“ Hallgrímur
svaraði: „Hann getur verið ljúfmenni í allri umgengni og
kynningu fyrir það. Við sláum þessu þá föstu. Þakka þér
fyrir og mundu að ég treysti þér.“
Frásögn Jófríðar: „Nú var tekið til að undirbúa komu
sýslumanns. Mér var úthlutað stofu, svefnherbergi og litlu
eldhúsi, ég þvoði og ræstaði út úr dyrum og undirbjó allt
eftir bestu getu. Sumri var tekið að halla og heyskapur
góður. Húsbóndinn vildi hafa allt vel undirbúið, ekki
vantaði æðardúnssængur í rúmið, sem var hvítmálað. Góð-
ar voru tillagnir hjá Hallgrími. Nýtt, saltað og reykt sauða-