Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 19
BREIÐFIRÐINGUR
17
ráðherra og Guðmund sýslumann síðar í Stýkkishólmi. Nú
var hann orðinn gamall, hættur búskap og prestsstarfi,
búinn að missa sína ágætu konu og fluttur að Hvalgröf-
um á Skarðsströnd. Hann vantaði ráðskonu og varð það
úr að ég réðist til hans hans og var hjá honum í þrjú ár.
Hann ávarpaði mig alltaf eins: „Fríða fuglinn minn“, eða
þá bara „fuglinn minn“. Séra Friðrik var með hæstu mönn-
um, svipurinn gáfulegur en stundum tvíræður og höfðing-
legur mátti hann heita. Hann sat ævinlega á kontornum
sínum, þar hafði hann rúm sitt, stól og borð, og bækur
tóku yfir allan gafl og aðra hlið kontorsins ofan frá lofti
og niður í gólf. Allar voru þær í gylltu bandi. Þangað
bauð hann öllum bestu vinum sínum og sátu þeir hjá hon-
um á rúmi hans, er hann ræddi við þá. Kom hann þá fram
í dyrnar og kallaði: „Fuglinn minn, komdu með gott kaffi
inn til okkar, það er besti vinur minn, sem er kominn.“
Væri það aftur á móti einhver almúgamaður af næsta bæ
var stóllinn látinn fram við dyr og kallað: „Fuglinn minn“,
og kumrað við um leið. Það hafði hann sagt mér að ég
skyldi hafa til marks um það að alþýðumaður væri kom-
inn, sem enga viðhöfn þyrfti að sýna, því mikinn manna-
mun gerði hann sér. Séra Friðrik var velklæddur, aldrei
borðaði hann annað kjöt en kindakjöt og þá helst ekki
annað en hryggjarliði, þó ekki spjaldhryggsliði og aldrei
fremsta lið. Hann borðaði sjaldan aðra grauta en grjóna-
graut eldaðan í nýmjólk, góðan freðfisk og lítils háttar
af brauði, sem hann smurði með smjöri og heitri kæfu,
ég var alltaf að hita hana. Venjulega drakk hann te af
íslenskum jurtum, einkum einite. Kaffi taldi hann óholl-
an drykk og mundi síst lengja lífdagana að drekka mikið