Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 24
22
BREIÐFIRÐINGUR
honum. Einu sinni fór prestur með vísu, sem hann sagðist
hafa gert að gamni sínu og sent Páli, vísan er svona:
Lengi skal í góðum graut
á gólfi hræra.
Mér það væri mikil æra
mætti ég hann á horðið færa.
Einu sinni kom Gunnar bóndi á Tindum faðir Guð-
mundr skálds, sem gaf út ljóðabókina „Tindar“, að
Gröfum. Þetta var laugardaginn fyrir páska, að mig minn-
ir. Biöur hann prest að sela sér fjórðung af kjöti til hátíðar-
innar. Prestur kveðst ómögulega geta það, og lætur hann
synjandi frá sér fara, þó að liann ætti nóg af ágætu kjöti.
Ég sagði þá við prest, að rriér fyndist Gunnar eiga það að
honum, að hann gerði honum þennan greiða, svo mörg
handtök ynni ihann hér á heimilinu. Nú líður dagur
að kveldi og allir taka á sig náðir á Gröfum. Um morg-
uninn klukkan að ganga sex, vakna ég við að barið er upp
undir loftið hjá mér, en það var vani prests ef hann vant-
aði eitthvað, að berja með staf sínum upp undir loftið.
Ég klæddi mig í flýti og gekk niður til hans. „Fríða, fugl-
inn minn, farðu út í skemmu og viktaðu fjórðung af kjöti
og vigtaðu fjórðung af kjöti og vigtaðu vel og sendu strák-
og vigtaðu vel og sendu strákinn hann Manga með hann
uppað Tindum, ég hef lítið sofið í nótt, líklega hef ég
ekki gert rétt, mig dreymdi Gunnar, kannski mig dreymi
hann þá ekki aftur.“ Ég gerði sem fyrir mig var lagt.
Ein saga er enn um það, að Eggert Fjelsted á Hallbjarn-
areyri í Eyrarsveit hafi verið fenginn til að koma niður
Skarðsskottu, sem farin var að granda húpeningi og mið-
ur vel þokkuð af fólki. Sagt er, að hann hafi komið henni