Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 26
24
BREIÐFIRÐINGUR
Friðrik hafði farið út að Skarði, en ætlaði að koma aftur
um kveldið. Nú hittist svo á að Alexander kom í heim-
sókn og dvaldist fram eftir degi. í stofunni á Gröfum var
stór fataskápur. Allt í einu ríður prestur í hlað. Nú voru
góð ráð dýr. Jófríður drífur kærastann inn í skápinn, læsir,
tekur lyklana og hraðar sér fram til að draga af presti
vosklæði og yfirhöfn. Fór hann síðan inn á kontor til að
hvíla sig og lagðist fyrir. Jófríður hraðar sér að opna
skápinn og hleypir kærastanum út. Eftir þetta var skáp-
urinn kallaður Alexanders skápur og fylgdi hann stofunni
á Gröfum þó að ábúenda skipti yrðu.
Nú líður að því að Jófríður segi presti að hann verði
að fá sér ráðskonu, hún fari frá honum í vor. „Æ, fuglinn
minn, hvað verður þá um mig?“ — „Það verða engin
vandræði að fylla sætið mitt séra Friðrik, hann Pétur son-
ur yðar sér um það og hans góða kona.“ — „Ég mun
sakna þín, þú hefur verið mér sérlega þénug í alla staði,
trúverðug og farið vel með efni mín.“
Hér lýkur þessum þætti í lífi Jófríðar. Hún flyst út í
Arney á Breiðafirði með kærastanum og þar fæðist Lárus
bóndi í Ytri-Fagradal árið 1897. Sama vor flytjast ungu
hjónin að Frakkanesi á Skarðsströnd og bjuggu þar í 14
ár. Þau voru samhent og dugleg og blessaðist allt fyrir
þeim, sem mörgum á þeirra tíð, sem byrjuðu með lítil
eða engin efni. Árið 1898 fæddist Kristín dóttir þeirra.
Hún er gift og búsett í Reykjavík.
Árin sem Jófríður og Alexander bjuggu í Frakkanesi,
hafa sennilega verið þeirra bestu búskapar ár. Þá voru
þau ekki ein á jörðinni, annað hvort var tvíbýli, eða hús-
mennskufólk. Jarðir lágu þá ekki á lausu og síst handa