Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 29
BREIÐFIRÐINGUR
27
hann Lárus? honum veitti ekki af að fá sér heitan sopa.“
I sömu andrá hirtist húsbóndinn í dyrunum. „Komdu inn
Lárus og fáðu þér kaffi, nóg brennivín“, segir gamla
konan og veifar flöskunni. „Það er aldrei að þú býrð vel
móðir góð,“ svarar Lárus. — „Hvar hefur 'þú verið, ég
var að svipast um eftir þér, en sá þig hvergi“. Lárus svar-
ar: „Það snéri maður frá ánni sem ætlaði inn í Saurbæ,
fannst hún ekki árennileg. Ég tók hann Sóta gamla og
fylgdi honum yfir ána.“ Jófríður gat sér til hver maðurinn
var og sagði: „Hann hefur alltaf verið huglaus rola.“
Nú hefur verið tvíbýli í Ytri-Fagradal um 20 ára bil.
En þá hóf Steinólfur sonur Lárusar þar búskap á móti
föður sínum. En Steinólfur er sá persónuleiki sem líður
þeim, sem honum kynnast, ekki úr minni. Hans kona heitir
Hrefna Olafsdóttir mesta myndarkona, ættuð af Austur-
landi, frá Hamri í Hamarsfirði. Þau eiga 4 efnileg börn.
Steinólfur er elstur sinna systkina, þá Alda og Erla yngst.
011 eru þau vel gefin og myndarfólk. Systurnar fóru ung-
ar til Reykjavíkur, stunduðu þar nám, settust svo að í
borginni. Þær eiga sinn soninn hvor og annar ber nafn
afa síns og ömmu, Jófríðar og Alexanders. Það talar
sínu máli.
Að endingu vil ég aðeins geta þess að þetta er engin
venjuleg minningargrein um þessa látnu vinkonu mína.
Þó vona ég að mér hafi tekist að bregða upp svipmyndum
af henni, sem stórbrotinni og sérstæðri konu, sem lifað
hefur langa ævi og viðburðarríka.
Steinunn J. Guðmundsdóttir
frá Heinabergi.