Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 36
,,Borið hef við að brýna Ijá44
Nokkrar vísur eftir Guðmund Einarsson í Klettsbúð.
Margir Breiðfirðingar kannast við bræðurna í Klettsbúð
á Hellissandi, þá Snæbjörn og Guðmund Einarssyni. Þeir
eru nú báðir aldraðir nokkuð, en alltaf jafn hressir í and-
anum og þeirra ágæta kímnisgáfa er ennþá 'hin sama. Því
eru þeir alltaf jafn skemmtilegir heim að sækja. Hefjast
þá fljótlega skemmtilegar og fróðlegar umræður um menn
og málefni, forn og ný. Ahugi þeirra á málefnum byggð-
arlags, sem þjóðfélags, er sívakandi og ávallt er reynt að
brýna þann brandinn, sem best má duga í baráttunni fyrir
því, sem til heilla horfir fyrir land og þjóð.
Eins og margir vita, sem til þekkja, þá er Guðmundur
hagmæltur vel, þó að lítið vilji hann gera úr því sjálfur.
Guðmundur var með fyrstu mönnum undir Jökli, sem eign-
aðist jeppa. Var því oft til hans leitað, þegar menn þurftu
að komast leiðar sinnar í vegleysunum á þeim árum, til
dæmis til Ólafsvíkur í veg fyrir áætlunarbílinn, eða fyrir
Jökul, suður að Hellnum eða Stapa. Eina slíka ferð fór
Guðmundur með mig og nokkra fleiri, og þá fór hann
með nokkrar vísur, sem hann hafði nýlega ort. Eg hripaði
þær niður, og vona ég að þær komi hér óbrenglaðar.
Vorið 1960 var Guðmundur á ferð fram hjá Borg á
Mýrum. Bjó þá enginn á Borg. Þá varð þessi vísa til: