Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 39
Baðstofukvöld Langholtssafnaðar
Nú er farið í alvöru, meira að segja í menntasetrum
íslensku þjóðarinnar, að tala um „Háskóla baðstofunnar."
Er að sjálfsögðu átt við þá menningarviðleitni sem þar
var ávallt ríkjandi um aldir í verki og orði og mun um
aldir varpa ljóma yfir brautir Islendings, hvar sem mál
hans verður á vörum. Hefur auk þess orðið honum leiðar-
ljós.
An baðstofukvöldanna eða kvöldvökunnar íslensku hefðu
hin rómuðu og frægu „handrit“ varla orðið til. En hitt
er þó kannske ekki minna, að þar hefur málið, bókmennt-
irnar og drengskapararfur íslensku þjóðarinnar þróast við
ljóð, sögur og sagnir, rímur og sálma.
Baðstofan — og það mætti vel muna — var í senn:
Vinnustofa, skóli, heimili og kirkja.
Þegar ég, sem þessar línur rita, kom til starfs í Lang-
holtsprestakalli átti ég mér draum um, að kirkjan hér
yrði í sannleika „borg, sem stæði upp á fjalli og fengi
ekki dulist“, bæri með réttu það nafn, sem hún ber á
öllum fyrstu teikningum og hugmyndum. En það nafn er
Hálogalandskirkja. Hún átti að verða í senn heimili,
menningarmiðstöð og kirkja í hverfinu okkar við „Heima“,
„Voga“ og „Sund“.
Og því til áréttingar átti þar að verða einn salur, sem
bæri nafnið „baðstofa“, með fullum rétti sem tákn, þessa
takmarks sem minning um háskóla baðstofunnar og það
besta, sem þar var gjört.