Breiðfirðingur - 01.04.1975, Síða 40
38
BREIÐFIRÐINGUR
Kirkjan ber því miður í daglegu tali ekki það nafn,
sem hún upphaflega 'hlaut. Hitt er líka aðalatriði, að hún
beri það í anda og krafti. Verði Hálogaland, sem lýsir
víða vegu á guðsríkisbraut.
En draumurinn um baðstofuna varð að veruleika á hinn
fegursta hátt. Salurinn uppi, sem sumir nefna „baðstofu“,
aðrir „loftsalinn“ og eru hvort tveggja táknræn og fögur
heiti, ber að öllu svip aldanna frá bestu baðstofum lið-
inna tíma.
Má þar bæði þakka hönnuði eða teiknara, Sveini Kjar-
val, og þó sérstaklega smiðnum, húsameistaranum og
kirkjuverðinum, Kristjáni Einarssyni. Hann er ákaflega
smekkvís, listrænn í hugsun og listrænn að störfum. Og
'ber þessi smíði hans, sem lengi mun halda nafni hans á
lofti, vott þessa alls. Hann lét draum minn rætast, gerði
hugmynd mína að veruleika.
En svo hefur annað komið á eftir til að efla þá hug-
mynd og þá römmu taug, þá djúpu rót, sem tengja þarf
Islending uppruna sínum og ættjörð.
Einu sinni á vetri undanfarin ár hefur Kvenfélagið
undirbúið í baðstofu Safnaðarheimilisins svonefnd „bað-
stofukvöld.“
En það eru samkomur, sem í einu og öllu eru gerðar
eins og kvöldvökurnar voru í gamla daga. En við þær er ég
uppalinn öll bernsku- og æskuár, þar eð þær voru í alda-
fornum stíl á æskúheimili mínu allt fram til 1940.
í „baðstofunni" okkar við Sólheima í Hálogalandskirkju
eru lesnar sögur, kveðnar rímur, kveðist á, sagðar minn-
ingar, sungið við gítar undirleik.
Þar eru fléttuð reipi, brugðnar gjarðir, spunninn þráð-