Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 41
BREIÐFIRÐINGUR
39
ur, prjónaðir sokkar og leppar, kembd og greidd ull og
spunnið hrosshár, skorið úr beini og ristar rúnir.
Enn hefur ekki verið ofið, en því mun bætt við og sjálf-
sagt mörgu fleira, sem áður voru iðnir í Háskóla baðstof-
unnar á íslandi.
Og kvöldinu lýkur svo með sálmasöng og húslestri og
kvöldbæn, áður en kvöldvökugestirnir — „heimilisfólk“
safnaðarheimilisins — býður „góða nótt“.
Allt vekur þetta falslausa ánægju kvöldgesta.
Ennfremur er reynt eftir föngum að velja þann klæðnað,
sem hest hæfir og minnir á það, sem var. Islenskur klæðn-
aður og efni, íslenskir litir og íslenskt skraut þykir best
sanna. Og einu sinni var kona búin skautbúningi, nokkurs
konar „húsfreyja“ kvöldsins.
Hálogaland, jólablaðið fagnar þessari starfsemi. Og
sannarlega mætti söfnuðurinn vita, hvað hann á með slíkri
sýningu, Baðstofu háskólans í sínu eigin safnaðar'heimili.
Baðstofur og kvöldvökur tilheyra liðinni tíð, liðnum öld-
um og verða aldrei framar snar þáttur í lífi hversdagsins
á íslandi.
En áhrif þeirra mega aldrei fyrnast, hvorki í starfi,
sköpun, hugsun né tilbeiðslu. . . . Þar eru rætur framtíðar
í flestu, sem telja verður gróandi þjóðlíf á guðsríkisbraut.
Þess vegna eru baðstofukvöldin í loftsalnum þýðingar-
mikill þáttur í þjóðlegri hefð mitt í borginni, með sína
skýjakljúfa og strætaglaum.
Heill þeim, sem hér unnu.
Árelíus Níelsson.