Breiðfirðingur - 01.04.1975, Síða 45
BREIÐFIRÐINGUR
43
iangsetu í milljónahöllum með lærðum leiðbeinendum.
Og þar stöndum við einmitt frammi fyrir hulinni hættu,
sem læðist að með sín óheillavænlegu áhrif. Sú hætta er
sú lítilsvirðing, það vanmat, sem um tíma, já, áratugi
hefur nú ríkt gagnvart heimil-inu sem höfuðvígi og horn-
steini þjóðarheilla- og hamingju.
Sú var tíðin, að heimilið var helgidómur, eiginlega bæði
kirkja og skóli, allt í senn á Íslandi — baðstofan, vinnu-
salur og samkomustaður fjölskyldunnar á löngum vetrar-
vökum.
Þar var lagður grunnur að þjóðrækni, málsnilld, bók-
menntaauð og andríki hugsuða og skálda. Þar voru kveikt
þau ljós, sem síðar urðu hugsjónir frelsis- og framfara í
vitund Jóns Sigurðssonar og Fjölnismanna, svo einhverjir
séu tilnefndir, sem ekki eru enn gleymdir á þessu þjóð-
hátíðarári Mætti einmitt telja Jón Sigurðsson eitt hið
skærasta tákn frá þessu tímabili, barn baðstofumenning-
ar, lítt skólagenginn, en samt lærðastur manna.
Samt hefði jafnvel hann ekki náð langt, ef ekki hefðu
verið fleiri, sem kveiktu ljós við ljós, skildu hann, gengu
sömu götu, áttu svipaði fortíð, deildu sömu kjörum, sem
hann hafði alist við.
An sambandstöðva heima á íslandi, án vakandi varð-
stöðu á vegum þjóðlífs heima, án viðsýnis og dáða sannra
drengja, sem áttu biðlund, staðfestu, traust og tryggð, hefði
ihann og hans starfsemi í kóngsins Kaupmannahöfn orðið
umkomulítið brölt í algjöru tómi. Þar er fordæmi og ör-
lög göfugmennisins og ættjarðarvinarins Jóns Eiríkssonar
nægileg sönnun og að nokkru leyti ævi Gríms Thomsens
einnig.