Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 46
44
BREIÐFIRÐINGUR
Og af þessum sambandsstöðvum og vitavörðum við ís-
landsstrendur ber vart nokkurn hærra en héraðshöfðingj-
ann, prestinn og kaupmanninn sr. Ólaf Sívertsen í Flatey
á Breiðafirði.
Það er um hann, sem hér skulu sögð nokkur orð, þótt
efninu hæfði heil bók betur en stutt útvarpserindi á þessu
þjóðhátíðarári.
Það er fræðimaðurinn Lúðvík Kristjánsson frá Stykkis-
hólmi, sem gert hefur þessu efni góð skil í sínu ágæta
riti Vestlendingar. En þangað hef ég leitað, sem þeirrar
lindar, sem mætti streyma fram um engi þjóðlífsins og
vakið til eftirbreytni og áhrifa.
Íslendingar hafa allt tíð verið ættræknir og hugsandi
fólk og framsýnar manneskjur jafnan, um þann, sem verið
er að kynna, af hvaða ættum eða fólki hann sé kominn.
Og þar má einmitt geta þess, að sr. Ólafur var ekki af
neinni sérstakri, umtalaðri eða þekktri ætt við Breiðafjörð.
Hins vegar má fullyrða, að faðir hans var ættaður og
uppalinn í Dalasýslu og höfðu forfeður hans og mæður
verið í röð „betri 'bænda“, sem svo var nefnt, sjálfstæðra,
heiðarlegra og trúrækinna manna og kvenna, sem í engu
mátti vamm sitt vita, og ekki átti auð í búi.
Hann hét Sigurður og var sonur fremur fátækrar ekkju,
sem hét Þórunn Egilsdóttir og bjó að Núpi í Haukadal í
Dölum. Mann sinn hafði hún misst frá ungum börnum.
Og þá áhafði sonurinn Sigurður tekið við búsforráðum með
móður sinni af miklum dugnaði og trúmennsku.
Hann giftist 26 ára að aldri konu, sem Katrín hét 24
ára gamalli hinn 29. sept. 1789. Brúðkaup þeirra var í
Stóra-Vatnshorni, virðulegum kirkjustað.