Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 49
BREIÐFIRÐINGUR 47
Foreldrar Olafs munu oftar hafa verið ósammála um
hann en um nafnið eitt. Faðirinn vildi gera hann að fróð-
um fyrirmyndarbónda. En móðirin, Katrín hefur átt
fagra drauma um framtíð hans, sem menntamanns og
höfðingja. Og þær bænir virðast alla hafa verið heyrðar
á hinn furðulegasta hátt.
Fyrsti kennari hans var presturinn sr. Jónatan á Stað í
Hrútafirði. Hann hafði áður verið verslunarstjóri á Skaga-
strönd. Hjá honum lærði hann réttritun og dönsku. Og við
það nám hreytti hann rilhætti föðurnafns síns Sigurðsson
í Sívertsen og skipti því að vissu leyti um nafn í vin
áttu sinni við sr. Jónatan. En þetta þótti skemmtileg tíska
í þá daga, og heitir síðan Ólafur Sívertsen.
Hið sama gerðu bræður hans báðir, og nefndust allir
bóndasynirnir á Melum Sívertsen upp frá þessu Slíkt þætti
furðulegt frelsi nú á dögum.
Næsta vetur átti hann að læra latínu 'hjá þessum vini
sínum. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Sr. Jónatan
brjálaðist og dó í einu æðiskastinu sumarið 1808.
En mæðginin í Fjarðarhorni, en þangað flutti fjölskyld-
an frá Melum á næstu árum, áttu enn sína drauma, þrátt
fyrir fálæti föðurins og aðheldni alla á því sviði.
Bóndasonurinn las allt, sem hann komst yfir. Og vorið
1811 þá tvítugur var hann sendur í söluferð með sveita-
varning til Reykjavíkur og átti að fá sér vinnu fram eftir
slætti, en leigja hesta sína til móflutninga.
Þetta gerði sveitadrengurinn úr Hrútafirðinum svo
rækilega, ekki einungis að koma hrossunum í vinnu, heldur
réðst hann sjálfur til verslunarstarfa á daginn en varð
hvorki meira né minna en biskupsritari á kvöldin. Ekki