Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 53
BREIÐFIRÐINGUR
51
Efnahagur sr. Ólafs og auðsæld dafnaði stöðugt og
stóð föstum grunni. Hann eignaðist hálfa Flatey og fleiri
eyjar og margar jarðir uppi á landi. Hann var þátttakandi
þilskipaútgerðar auk margra báta, gekkst þar að auki
mjög fyrir umbótum í landbúnaði, og var brautryðjandi
við ræktun kartaflna á íslandi í Barðastrandasýslu, þótt
Sauðlauksdalur kæmi þar fyrst við sögu vestra.
Oft var 30 manns í heimili á prestsetrinu í Hólsbúð, en
flest varð þar yfir fjörutíu. Og eitt var þar alveg sérstakt.
Varla var nokkur eldri manneskja látin fara þaðan, held-
ur tóku prófastshjónin að sér fólk og á sitt framfæri, sem
ekki gat lengur unnið. Með sanni má því segja, að þar
hafi verið eitt fyrsta elliheimili á Islandi. Og öllum voru
þau maddaman og prófasturinn trygg og notaleg í smáu
og stóru.
Sumt af þessu fólki varð það sem kallað var próventu-
fólk og galt vel fyrir dvöl sína. Einn af gömlu mönnunum
gaf með sér að sögn 60 hundraða jörð að þeirra tíma
mati. Það var Skálmarnesmúli.
í öllum menningarmálum var sr. Ólafur langt á undan
samtíð sinni. Hann vildi koma upp barnaskólum á íslandi.
En þegar yfirvöld daufheyrðust við slíku, stofnaði hann
sjálfur barnaskóla á heimili sínu. Var hann nefndur Hóls-
búðarskólinn og þar fengu margir góða undirstöÖu, al-
mennrar fræðslu og menntunar. Hvergi voru unglingar bet-
ur uppfræddir í prófastsdæminu en í sóknum sr. Ólafs.
Hann lagði grunn hinnar svonefndu Framfararstofnun-
ar, sem veitti þeim ungmennum viðurkenningu, sem skör-
uðu fram úr við nám og var þá ekki farið eftir upphefÖ
né efnahag. Og Bræðrasjóði þeim sem stofnaður var við