Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 55
BREIÐFIRÐINGUR
53
En þá tók hann til þess ráðs að kynna sér sjálfur lækn-
ingalist og lyfjagjöf, sem svo var nefnt, með lestri bóka.
Hann fékk meðmæli tveggja mætra lækna og sótti síðan
um lækningaleyfi og að mega ganga undir próf í þessum
fræðum hjá Oddi Hjaltalín. Ekki er ljóst 'hvort hann fékk
þessa viðurkenningu opinherlega, líklegra að svo hafi ekki
verið.
En oft var hann sóttur til sjúkra, þótti heppinn læknir
í betra lagi, hjálpaði mörgum og veitti bæði aðstoð og með-
ul og mest allt án nokkurs endurgjalds. Hann keypti árlega
meðul fyrir 100 ríkisdali.
Tvennt verður enn að telja af því, sem enn varpar sér-
stökum ljóma á sr. Ólaf Sívertsen. Hann stofnaði Bóka-
safn Flateyjar, sem er hið elsta á landinu og enn þá starf-
ar. Það var í sambandi við Framfarastofnun þá, sem fyrr
er getið. Og hann var einn af helstu stofnendum og stór-
mennum Kollabúðafundanna. Mátti segja að þeir blómg-
uðust og fölnuðu með honum. Fáir, kannske enginn var Jóni
Sigurðssyni forseta traustari vinur og stuðningsmaður hug-
sjóna hans og framkvæmda í einu og öllu.
Prófastshjónin eignuðust þrjú börn og komust tvö þeirra
til aldurs: Sr. Eiríkur Kúld í Flatey og Katrín kona sr.
Guðmundar Einarssonar á Breiðabólsstað. En þau voru
foreldrar frú Theódóru Thoroddsen.
Sr. Ólafur Sívertsen andaðist í Flatey 27. maí 1860,
þrem dögum eftir sjötugsafmæli sitt. Kona hans frú Jó-
ihanna Friðrikka Eyjólfsdóttir lifði 'hann í 5 ár, og bjó
alltaf í Hólsbúð. Fósturbörn þeirra tvö Andrés og Hólm-
fríður bjuggu áfram í Hólsbúð. Andrés var faðir Ólínu
og Herdísar, skáldkvenna.