Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 58
56
BREIÐFIRÐINGUR
„forsvara“ bát, þó vindur blési, enda heyrði ég ekki talað
um bátsskaða hjá þeim er á eyjunum bjuggu.
Ég ætla með þessum línum aðallega að reyna að lýsa
eyjunum og nöfnum á vör og vík, hæð, hólma og sundi,
og mun ég því byrja á Heimaeyjunni og byrja austast.
Við eyjarnar að austan, er smáhólmi graslítill en
nokkuð hár, hann heitir Sultarhólmi, á milli hólmans og
Heimaeyjar, er sund með tveim smáklettum, sem voru
kallaðir spillar.
Austast á Heimaeyjunni er klettabrík, sem var kölluð
Bær, þar var sagt að Huldufólk byggi.
Á eiðinu milli Bæjarins og eyjarinnar var nátthagi, sem
fé var geymt í um nætur á baustin, en kýr um nætur á
sumrin, kýrnar voru hafðar í nátthaganum, svo þær væru
ekki ráfandi um alla eyna að nóttunni og styggðu ekki æð-
arfuglinn frá hreiðrunum.
Um miðbik Heimaeyjarinnar, eru tvær víkur, sem sker-
ast inn í eyna, önnur frá noðri og er hún kölluð Raufin,
en hin víkin frá suðri og var hún kölluð Austurvör (eða
Innstavör).
Rétt upp af Innstuvör er mýrlendi, í jaðri þess er
brunnur, sem var kallaður Finnur, en ekki veit ég ná-
kvæma heimild fyrir nafngiftinni.
Austan til við Finn er smá klapparhóll, á honum var
reist lítið hús sem var haft fyrir hrúta og kálfa, en vestan
við Finn stóð fjósið.
Vestan við innstuvör er önnur vík í eyna, sem nær held-
ur lengra inn í landið, og var það önnur aðallendingin,
hún var kölluð Suðurvör, upp af henni var naust og „spil“
ásamt garði fyrir báta til að standa við.