Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 60
58
BREIÐFIRÐINGUR
sem tímamörk með aðstoð sólar. Þegar sólin bar yfir syðri
vörðuna þá var kl. 18:00 en er sól bar við þá nyrðri, þá
var kl. 24:00. Þetta miðast frá bæjarhlaðinu.
Norðan til á hólmanum er lægð eða vík, sem heitir
Nautalág norðvestur frá nautalág er all langur skerjarani
sem heita Nautasker, nafn sitt er talið að þau hafi fengið
þá er kýr bónda elti sækýr út á skerin og töpuðust þar
svo sem lesa má í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.
í norðvestur frá Nautaskerjum, ca. í hálfrar mílu fjar-
lægð, er sker sem heitir Kálfaboði, þar var mikið um að
útselur héldi sig á sumrum, en aftur æðarfugl á veturnar.
Þar var mikið af kræklingi og var farið stöku sinnum út
í skerið og kræklingur sóttur og notaður til beitu og mat-
ar á vetrum.
Suður frá Kastalanum eru þrjú sker og heita talið frá
Kastala: Eldhússker, innaf því Grautarsker, þar suður af
er Hörpusker.
Suður af Þernuhólma, er flúðir sem heita Bæjarsker. í
norðaustur frá Heimaeynni, er skerjaklasi sem kallast
Norðursker, þar voru aðalselalagnirnar á vorin og haustin,
var þar veiddur útselskóparnir, sem sagt aðalselveiðin var
þar vor og haust.
í suður frá Norðurskerjum er svo Miðey, hún er raun-
verulega þrjár eyjar, því hún skerst hér um bil í sundur
af tveimur vogum sem ganga inn í eyna, annar frá suðri,
hinn frá norðri, enda ‘heitir hver partur eyjarinnar sínu
nafni og skulum við þá byrja austast, sá partur heitir
Rauðseyjarstykki; heyrt hef ég, að kerling hafi átt það og
gefið Skarðskirkju, og það hafi verið lagt undir Rauðseyjar,
og nytjað þaðan aðallega til torfristu og hnausstungu.