Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 66
64
BREIÐFIRÐINGUR
sægráa að lit, gjáandi á skrokkinn og í góðri nyt. Framan
af sumri mjólkaði hún um 10 lítra í mál. Auðvitað sá
ég mikið eftir gripnum. En eitthvað mun ég hafa hugsað
sem svo, að til þess væru vítin að varast þau, —- ég mundi
ekki leggja í Kletttúnið aftur til sláttar. Fóstra mín vissi
lengra en ég og varaði við. Mér datt í hug: Oft er það gott,
sem gamlir kveða. Ekki dettur mér í hug að reyna að af-
sanna að huldufólk sé í klettinum við Kletttún. Aldrei hef
ég séð neitt um mína daga, en margir Islendingar, merkir
menn og konur, hafa séð þau fyrirbæri, sem líkjast svo-
kölluðu huldufólki. Ég sé ekki ástæðu til að segja það
uppspuna eða ósannindi.
Síðan framanritað gerðist, hef ég aldrei gert neitt til
að ófrægja eða fótumtroða gamlar sagnir um álagabletti
eða gömul fyrirmæli. — Eins og ég gat um í upphafi þess-
arar greinar, þykir mér trúlegt að fólk (t. d. einsetu karl
eða kona) hafi átt heima í kofa á stekknum, því að oft
var hlaðinn upp stekkur úr gömlum kofum. Rétt við túnið
í Miklagarði var kofi á 19. öld, sem kallaður var Imbu-
kofi. Svo 'hreyttist nafnið í Imbutóft, en nú orðin slétt
flöt. Ónnur tóft var þar skammt frá, sem kölluð var Hólkot,
með þó nokkrum túnmóum í kring. Þar var talið að hefði
verið einsetukot. Nú er þar orðið slétt tún. Þessi einsetukot
voru áður fyrr víða um sveitir.
Stgr. Samúelsson.