Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 67
Hröð ferð
Árið 1899, að vori til, fluttist frá Króksfjarðarnesi að
Staðarhóli sem bóndi, séra Ólafur Ólafsson, þá prestur í
Staðaíhóls- og Garpsdaláþingum. Séra Olafur varð okkur
í Miklagarði góður nágranni, friðsæll og ágætis maður.
Hann bjó þannig, að hann hafði ráðsmann og ráðskonu.
Ekki skipti hann sér af neinum útiverkum, heldur fól þau
algerlega ráðsmanninum. Ráðsmenn hans voru hver fram
af öðrum, geðspektarmenn og var mér vel til þeirra, sem
13 ára unglingi.
Ári eftir (1900), var lokið við að byggja nýja kirkju
á svokölluðum Skollhól. (Það hefur verið þröngt um hjá
skolla, þegar hann hefur orðið að liggja í greni í miðri
sveit). Nú er komið fallegt heiti á hólinn, því hann heitir
nú Kirkjuhvoll. Nýja kirkjan var vígð um vorið 1900 í
júní. Þá fermdi séra Ólafur 7 börn, og var ég eitt þeirra.
Eg hafði alist upp við mikla fátækt, en þó aldrei liðið
beinlínis skort. Við ferminguna gerði ég heit, og bað
Guð að vera með mér að efna það eftir getu. Það merki-
lega hefur gerst, að mér 'hefur tekist að þræða það nokkuð
gegnum lífið. En það er önnur saga, sem hér verður ekki
.sögð
Á þessum árum kom til séra Ólafs vikadrengur, sem
hét Sæmundur Guðmundsson, ættaður frá Kverngrjóti.
Hann var þremur árum yngri en ég, bráðþroska, hár í
lofti, en grannur. Sæmundi leið vel á Staðaéhóli, átti góða