Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 73
Jóhann B. Jensson
ALD ARMINNING
Jöhann Benedikt Jensson hreppstjóri að Hlíðarenda í
Haukadal í Dalasýslu var fæddur 5. maí 1875 á Hara-
stöðum, Fellsströnd. Foreldrar hans voru hjónin Jens Niku-
lásson og Elísahet Jónsdóttir. Þeir voru bræðrasynir, hann
og Magnús Friðriksson á Staðarfelli. Móðir sína missti
hann mjög ungur. Olst því upp með föður sínum á vms-
um bæjum á Fellsströnd og Skarðsströnd til fermingar-
aldurs. Þá fór hann sem vinnumaður að Köldukinn í
Haukadal, var þar í tvö ár. Hugur 'hans var að reyna að
afla sér menntunar. En þá var ekki hlaupið í skóla fyrir
efnalausa unglinga.
Hann var bráðvel gefinn maður, sjálfmenntaður af lestri
góðra bóka, las mikið og fylgdist með málefnum þjóðar-
innar.
Ef eitthvað kom fyrir sem erfitt var úr að ráða, var
leitað til hans og hann látin ráða fram úr þeim málum.
Hann var allra manna hjálpsamastur, fljótur til ef ein-
hver þurfti á hjálp að halda, og aldrei tekin þóknun fyrir,
en ævinlega ánægður ef vel tókst til. Frá Köldukinn fór
hann að Vatni í sömu sveit. Þar kynntist hann konu sinni
Halldóru Ólafsdóttur fæddri 27. apríl 1878 að Bjálka-
stöðum í Hrútafirði. Foreldar: Ólafur Brandsson og Katrín
Jónsdóttir, sem bjuggu þá á Vatni með stórt heimili. Síðan