Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 75
BREIÐFIRÐINGUR
73
anna danir. A annað hundrað niðjar munu vera út af þeim
komnir og þeir flestir á lífi.
Cft var þröngt í búi hjá þeim, enda margra munna
að næra, en einhvern veginn
komst þetta af, og upp komst
hópurinn allur án hjálpar,
nema þess sem öllum hjálpar.
Það var oft lítið og fábreytt
til að nærast á, en ekki man
ég eftir að við liðum skort.
Oft var gestkvæmt á heim-
ili þeirra, og veitt eftir því
sem efni voru til. Þau voru
hæði gestrisin og höfðu gam-
an af að taka á móti gesti og
félaga.
Oft var komið saman á
heimili þeirra til að skemmta
sér við spil og um hátíðar
farið í leiki eða dansað fram
undir morgun. Dansgólfið
var nú ekki stórt, tveggja stafgólfa baðstofa, öllu sópað út
til að fá stærra gólfpláss. Allir skemmtu sér konungalega
og kaffi drukkið í eldhúsi þó lítið væri og jafnvel fram
í bæjardyrum.
Faðir minn gegndi flestum trúnaðarstörfum í hreppn-
um, var sýslunefndarmaður í 30 ár. Hreppstjóri frá 1918
til 1940. Oddviti hreppsins um 20 ára skeið, formaður
sóknarnefndar lengi og forsöngvari í Stóra Vatnshorns-
kirkju í fjölda mörg ár.Og ég held, að það hafi varla
Jóhann B. Jensson off Halldóra
ólafsdóttir með sonardóttur sína
Halldóru Kristjánsdóttur.