Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 78
76
BREIÐFIRÐINGUR
Enn víðar hefur auðnin færst yfir og eru þar Breiða-
fjarðarhyggðir næst, því segja má, að hinn áður auðugi
Flateyjarhreppur sé nú mannlaus að mestu. Og þar í nánd
er Múlasveitin við litlu firðina um miðja sýsluna. Þar voru
áður fimmtán bæir fram undir miðja þessa öld, og hafa
þó áður verið allmiklu fleiri sé dæmt eftir bæjarnöfnum
og ræktarblettum, sem einu sinni voru tún. Séu slík kot
talin með hafa byggð ból í Múlasveit verið nær 20, þótt
aðeins sé leitað til 19. aldar. Nú er vart hægt að telja
nema 2 bæi, er búskap stunda og fólk býr árið um kring.
Það eru Múli og Kerlingafjörður, helstu stórbýlin tvö í
gamla daga ásamt Svínanesi. En auk þess er einn maður
í Deildará, bóndinn þar um síðustu áratugi og tvennt,
mæðgin, á Ingunnarstöðum.
Það var næsti bær, mitt á milli þeirra, Hamar, sem hél
verður gerður sögusvið. En hjónin, sem hér hafa búið um
hálfrar aldar skeið, Guðný Gestsdóttir og Andrés Gísla-
son, eru nú nýlega flutt á Hrafnistu. Og hann átti 85 ára
afmæli núna um sumarmálin. Og tilefni þess og til að
varðveita hugblæ og lífsreynslu fólksins úr eyðibyggðunum
við Breiðafjörð, tölti undirritaður þangað í vor, fyrir
páskana og spurði þau nokkurra spurninga, sem þau svör-
uðu af hinni hjartgrónu einlægni og greind sem þeim er
lagin.
Tekið skal fram, að spyrjandinn hefur þekkt þau alla
sína ævi og átt heimili í 30 ár á tveim eyðibýlanna í Múla-
sveit, Svínanesi og Kvígindisfirði.
En fólkið af þessum bæjum býr yfir þeirri fágætu
reynslu, að hafa orðið fyrir því að ganga frá lífstarfi sínu,
þar sem hvorki var sparað mannvit né dáðir, án þess að fá