Breiðfirðingur - 01.04.1975, Síða 80
78
breiðfirðingur
fara. En sem sagt, meira en hálfa öld hefur samveran og
samvinna okkar treinst.
— Þetta er nú tæplega aldurinn hans Hauks, grípur
Guðný fram í. Það er elsti sonur minn, bætir hún við.
En börnin urðu 15 og komust öll upp nema ein dóttir,
sem veiktist kornung og lá rúmföst í 11 ár. Það var oft
erfitt með hana í þröngum húsakynnum til sérsinningar
nætur og daga. Mér fannst aldrei neitt erfitt með sinningu
á hinum, sem höfðu heilsuna. Það kom allt eins og af
sjálfu sér. Já, heilsan þeirra, hún var dásamleg Guðs gjöf.
Maður fékk samanburðinn.
Og skuggar liðu yfir bládjúp augu Guðnýjar, sem nú
hvarflaði augum að mynd af ungum manni á veggnum.
Hún þagði.
— Hann Gísli dó á blómaskeiði , tók Andrés við.
Hann varð eitt af fórnarlömbum í síðari heimsstyrjöld, far-
maður á einu skipinu, sem skotið var niður.
— Já, ég man þið sýnduð mér einu sinni fugla og dýr
úr beini og tré, sem hann hafði smíðað sem barn, skaut
ég inn í.
— Hann var ósköp listfengur í höndum, hann Gísli,
sagði Guðný. Og þau eru það öll. Þetta virðist arfgeng
handlagni.
— Þau hafa það víst allt frá þér. Mér lék nú víst aldrei
allt í höndum, sagði Andrés og brosti daufu brosi til konu
sinnar. En eiúhvern veginn lést hún ekki heyra þessa at-
hugasemd.
— Það fannst mörgum furðulegt, hve vel þið komust
af og áfram með öll þessi fimmtán börn, sem fæddust á
tveimur áratugum eða tæplega það. Var jörðin kannski