Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 81
BREIÐFIRÐINGUR
79
notadrjúg, þegar til kom? Og hvernig var með húsnæði,
upphitun og öll þessi þægindi, sem nú eru talin svo nauð-
synleg við barnauppeldi?
— Nei, svarar Andrés. Jörðin var þá talin eitt aum-
asta kotið í sveitinni og þótt víðar væri leitað, sex hundruð
að gömlu mati og lítið annað en mýrar og fjalldrapabörð,
þúfur og grjót. Og verst var þó, að hún átti ekkert land,
sem heitið gat, beitiland meina ég. Hamar var líkt og
klettur á milli hinna næstu bæja, engin lending heldur
við sjóinn, ekkert uppsátur, þótt nauðsyn væri að hafa bát.
Hrognkelsin á vorin var helsti auðurinn. Þau veiddust oft
vel. Og veiðin var stunduð sameiginlega á báti frá næsta
bæ, Ingunnarstöðum. En mér fannst þetta fallegur blettur
í skjóli við hamrana, þar sem ég lék mér barn, sumir sögðu,
að maður léki sér með börnum huldufólksins úr klettun-
um.Túnið var lítið en grasgefið. Við höfðum alltaf tvær
kýr og kom fyrir að þær væru fleiri.
— Mjólkin var nú lífslindin, tók Guðný undir. Mjólk,
kartöflur, hrognkelsi og svo það sem til féll á sláturvelli
á haustin á Firði. Þetta voru notadrýgstu efnin til fæðu,
sem var frábreytt en holl.
— Fannst ykkur þið ekki vera ósköp fátæk og allt erfitt
og samfélagið gerði lítið fyrir ykkur?
— Mér fannst við aldrei fátæk. Ég hugsaði aldrei um
það. Og kröfur til samfélagsins, eða hvað það gæti
fyrir okkur gert, komu aldrei í minn huga. Og eitt er
víst, mér hefði fundist óbærileg minnkun að þurfa nokkuð
af því eða öðrum að þiggja.
En ég man, að mér fannst leiðinlegt á fyrri árum að kom-