Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 83
BREIÐFIRÐINGUR
81
heyrði ég svo mal í kvörn eða fossadyn í fjarska. Og þá
var ég ekki í vafa lengur, hvað væri að gerast. Þessi fossa-
niður, þetta mal var nefnilega hið síðasta, sem kona á
„Ströndinni“ talaði um, þegar hún var að deyja af blóðlát-
urn. Og nú sá ég mömmu lúta ofan að mér. Og ég neytti allra
krafta til að mynda orðið kaffi -— gef mér kaffi, því var
hvíslað að mér af einhverjum anda, að það mundi hjálpa.
Einhvern veginn skildi hún þetta. Og þessi hversdagslega
bæn var heyrð. Og hvernig hefði annars farið um hópinn
í kotinu?
En alltaf enn get ég undrast, hve fljót mér fannst hún
vera að hita kaffið. Eg vissi, að ekkert var til í eldinn,
nema hálfdeigt þang. Og annar eldiviður var nú ekki not-
aður.
Og svo var ég mikið þakklát, að hún var ekki hjá mér,
þegar gatið datt á sláturpottinn í gamla eldhúsinu og brenn-
heitt og sjóðandi soðið beljaði niður eins og fossafall. Ég
gat með léttleika stokkið upp á eldhúsbekkinn og þannig
forðað mér frá brunaslysi.
Piltarnir voru ekki heima, svo að ég keyrði stóran kork
í gatið og bræddi með deigi í kring. Þessi viðgerð dugði
árum saman, því að potturinn, sem var stór, var aldrei
hreyfður af hlóðunum.
— Og það hefur sem sé dregist að gera við hann, heyrð-
ist nú frá Andrési, sem leit kankvís til konu sinnar.
— Og hvernig voru svo heimilishættir hjá ykkur? spurði
ég, Héldust lengi þessir gömlu siðir með kvöldvökur og
húslestra?
.■■T—■ Jú, við reyndum að hafa þetta eins og aðrir, sagði
Andrés. Það höfðu allir gaman af bókum, íslendingasög-