Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 84
82
BREIÐFIRÐINGUR
um og alls konar sögum og mikið var kveðið af rímum.
Svo var alltaf endað með húslestri á kvöldin og svo var
náttúrlega sungið og lesinn húslestur um hádegisbilið á
sunnudögum.
— En útvarpið eyðilagði alla þessa gömlu siði, bætti
Guðný við. Það gefur auðvitað mikið í staðinn. En samt
finnst mér mikils misst. Fólk lærir ekki lengur þessi fall-
egu sálmalög, sem allir kunnu áður. Nú — svo held ég að
íslendingar séu farnir að ryðga í sínum eigin sögum upp
á síðkastið.
— En hvernig var það Andrés, voru ekki lestrarfélags-
bækurnar geymdar hjá ykkur á Hamri árum saman og
annaðist þú ekki úthlutun bókanna?
— Jú, það 'held ég hafi verið. Að minnsta kosti var
alltaf nóg til að lesa. Maður kunni margt.
— Ortir þú ekki sjálfur heilmikið? Ég minnist þess
að hafa séð eftir þig svokallaða sveitarrímu, þar sem öll
hjón, sem húsum réðu, fengu hvert sína vísu?
Það voru margir að leika sér að yrkja. Þetta þótti sjálf-
sagt og ættgengt eins og annað. Mig dreymdi næstum að
verða skáld. En skiljanlega varð nú lítið úr þeim draumum.
— Samt hafa komið vísur eftir mig á prenti. Annars
voru nú margir að yrkja í Múlasveit. Fyrst má frægan
telja Sæmund Björnsson, búfræðing, kennarann okkar, því
það var á mínum bernskuárum barnakennsla í sveitinni,
sem þó var alls ekki alls staðar þá. Nú, svo var Brynjólfur
í Litlanesi. En ég man ekkert af þessum sveitarímukveð-
skap mínum lengur.
— En ég man eina vísu eftir þig Andrés, sem er svo