Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 85
BREIÐFIRÐINGUR
83
dýrt kveðin, að hvert einasta orð í henni eru kenningar
skáldskapar, nema konunafnið síðast.
— Eg hef borið hana fram fyrir stórlaxa og fræðimenn,
sem samt hafa þurft að fá skýringar til að skilja efnið.
— Nú hvernig er 'hún? Eg fer nú að verða forvitinn um
minn eigin kveðskap.
— Hún er um Bergljótu frænku þína á Firði og er á
þessa leið:
Hildar kjóla hárs ann bjóð
hryggðargjólu fría,
linnabóla björkin rjóð
Bergljót Ólafía.
— Já, ég hef kennt við herklæði. Þetta var eins og leik-
ur, sem manni þótti gaman að. Hildur er orrusta, hildar-
kjóll er þá brynja. Hildarkjóls hár eru örvar og bjóður
þeirra skotmaðurinn. Þetta er því hermannskenning, hryggð-
argjóla er harmur — leiðindi, frí við hryggðargjólu merkir
því glaðlyndur. Efnið verður því ósköp lítið. En það þótti
passa best að gera sem flest faguryrði og launmál úr næst-
um engu.
Sem sagt ofurlítið meira, linni er ormur, linnaból er
gull, björk gulls er kona.
Vísan er þá samantekin svona: Hin rjóða — fagra kona,
Bergljót Ólafía ann hinum glaða áhyggjulausa hermanni
— manni.
— Svona gæti ekki skólagengið fólk nú á dögum ort,
hvað þá heldur þeir, sem ekkert hefðu skólanámið, sagði ég.
— Líklega ekki. En þetta var leikur líkt og popmúsikin
núna. Og að kunna sitt eigin mál bjó í blóðinu. Og rím-
urnar æfðu hugsun og skilning flestu öðru fremur, þótt