Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 87
BREIÐFIRBINGUR
85
sálmana og svo Halldóra á Múla síðar. Og mikið fannst
okkur gaman að læra og syngja nýju lögin í samanburði
við grallaragaulið, sem var algengt áður og alls staðar.
En nú eru þau „gengin aftur“ í útvarpinu, heyri ég. Og
nú hlær Andrés undarlegum hlátri, sem er bæði þungur og
léttur í senn, með ofurlitlu tannhvissi.
— Honum er ekkert um grallarasönginn við Skálholts*
messurnar í Utvarpinu, segir Guðný og brosir. Og það ef
alveg satt, mér finnst nú stundum eins og presturinn gæti
alveg eins haft lagið við: Morgunblaðið og Vísir“ eins og
krakkarnir segja eins og „Og með þínum anda“.
— Þú svaraðir aldrei einni spurningu minni áðan,
Andrés. Þótti þér vænt um þetta söngvarastarf, og fékkstu
nokkurn tíma laun eða þökk fyrir það?
— Og nú svarar hann eins og stuttarlega:
— Vænt um? Það var hluti af mér sjálfum. Laun fékk
ég aldrei, hvernig sem á stóð. Þakkir voru nú mest góð-
látlegt grín, þegar reynt var að herma eftir forsöngvaran-
um. En sr. Sigurður þakkaði fyrir í fyrsta skipti, sem ég
byrjaði. Það þakklæti dugir mér enn. Svo bætir hann við:
Ég var nú víst ekki nógu góður við þetta, þótti byrja of
hátt fyrir suma.
— En þú varst líka í ungmennafélaginu, Andrés? Mér
fannst þú alltaf miklu yngri en hinir bændurnir, af því að
þú varst alltaf með okkur unglingunum.
— I ungmennafélaginu, já, það veist þú um. Þú stofn-
aðir ungmennafélagið Vísi í Múlasveit 28. maí 1928, ef
ég man rétt, í Kvígindisfirði. Það var samt reynt að stofna
annað félag áður í sveitinni, og ég var þar með, en það
lognaðist strax út af.