Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 89
BREIÐFIRÐINGUR
87
— farskólinn hjá ykkur á Hamri, eftir að börnin fóru að
siækka.
Hún Munda á Kirkjubóli syðra var lengi kennslukona
í sveitinni og hún kenndi oft á Hamri, sagði Guðný. Hún
var og er nú ein af þessum sjálfmenntuðu kennurum, sem
eru sómi síns fólks og sinnar sveitar. Og ekki var hún að
kvarta eða gera kröfur.
Eiginlega er þetta nú allt furðulegt, þegar litið er til baka.
Bærinn var svo lítill, þegar börnunum fjölgaði stöðugt,
að við urðum að byggja annan lítinn kofa, efnin levfðu
ekki meira. Svo voru elstu drengirnir og raunar yngri líka,
í öðrum bænum.
O^þar var skólinn. Ég man þar var borð eftir miðju
gólfinu í baðstofunni. Þetta var loftbaðstofa, og svo mjó,
að þegar skólabörnin voru sest að borðinu við námið gat
enginn farið fram, nema allir stæðu upp. Og skólabörnin
urðu stundum 10 eða 12 á ýmsum aldri. En allt gat Munda.
Og útkoman á prófunum hjá henni á vorin varð síst lakari
en í fínu skólunum hjá lærðu kennurunum.
— En var ek'ki erfitt að sinna öllum þessum hópi með
matreiðslu og þjónustu? spurði ég.
— Um það skulum ekki tala. „En það, sem verður að
vera, viljugur skal bver bera,“ sagði gamla fólkið. Og allt
fór þetta einhvern veginn og er liðið, löngu liðið.
— Og þið hafið haft mikið barnalán? segi ég og lít
á Guðnýju, sem er eitthvað svo angurmjúk á svipinn eftir
síðustu orðin um skólann sinn.
— Já, börnin okkar eru okkur ósköp góð öll saman,
segja þau bæði einum rómi.
En Guðný heldur áfram: