Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 90
88
BREIÐFIRÐINGUR
—■ Þau hafa öll tekið eitthvert framhaldsnám, nema
ein dóttir, sem veiktist. En hún er nú samt ekki síðri. Sumir
drengjanna eru bændur, aðrir sjómenn, skipstjóri, iðnaðar-
maður og tengdasynir eitthvað svipað, heiðarlegt, starfandi
fólk yfirleitt við góðan hag. Og sama má segja um barna-
börnin.
— Svo skólinn og uppeldi heimilisins á Hamri hefur
lánast vel, þótt þrengslin væru mikil og þægindin fá? segi
ég spyrjandi.
— Mér finnst við eiga góð börn, sem eru heiðarlegir
þegnar þjóðfélagsins. Það er fyrir öllu, segir Andrés.
— Og þótt dæturnar hafi nóg og bli i við cll nútíma
þægindi, þá eru nýtni, nægjusemi og sparsemi einkenni
hjá þeim öllum, og það eru góðir hornsteinar, segir Guðný.
— En hvernig var svo með jörðina? Mig minnir, að nú
sé þar íbúðaúhús meðal hinna stærstu og vönduðustu í allri
Austur-Barðastrandasýslu, stór tún og góð og vönduð gripa-
'hús.
— Jú, jú, þetta óx allt saman, segir Guðný. „Blessun
vex með barni hverju“, segir máltækið. Drengirnir elstu
hjálpuðu okkur að byggja húsið, sem er gott, rúmt og fall-
egt með upphitun og þægindum. Og það get ég sagt þér,
að sumir blettirnir, sem urðu að túni, eru hreinasta krafta-
verk, til dæmis Sandeyrin og stykkið fyrir utan gryfju-
lækinn. Eg dáðist öft að því, hvað þeir gátu gert, og í fyrstu
allt unnið með járnkarli og skóflu, og grjótið borið burt
í handbörum. En Andrés veit nú miklu betur um þctta en ég.
— Þetta var erfitt, viðurkenndi hann. En um það var
ekki hugsað. Mér fannst köllun mín að sinna jörðinni og
tíminn var nógur. Gott að geta skilað henni hetri til fram-