Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 91
BREIÐFIRÐINGUR
89
tíðarinnar. Mér fannst einu sinni vont að geta ekki eignast
kotið sjálfur. En það fékkst ekki þrátt fyrir margra ára
viðleitni. — Hamar er kirkjujörð, sem liggur enn undir
Múla, og kirkjan þar er enn bændaeign, eins og var fyrir
mörgum öldum.
— Fannst þér ekki skrítið og voru ekki börnin á móti
því, að fórna öllu þessu erfiði fyrir aðra í jarðabæturnar?
— Það hugsaði enginn út í það. Það grunaði engan þá,
hvernig fara mundi. Þarna og á flestum bæjum var allt
komið, sem við höfðum óskað okkur og unnið að í ung-
mennafélaginu forðum. Hugsjónir, sem við sungum og
ræddum: Falleg tún, reisuleg hús, sími, bílvegir, meira að
segja blómagarðar og bifreiðar, allt komið og lagt í hend-
ur næstu kynslóðar, en svo er vegurinn notaður til að flytja
allt lauslegt suður. Þetta skilur enginn til fulls, en það er
bara svona. Það er eins og ósýnilegur minkur hafi komist
í það allt og drepið miklu meira en hann át.
— En úr því að þú minnist á mink, Andrés, voru þið
ekki búin að koma upp æðarvarpi líka á Hamri?
Nú brosir Andrés aftur og segir:
— Eg man eftir einu hreiðri í Hellisey, sem ég fann
sem unglingur. Annars var hún ekki talin með sem varp-
eyja eða til neinna hlunninda. En svo fór ég löngu seinna
að setja þarna up hræður og búa til hreiður að gamni
mínu með drengjunum. Og fuglinn kom og settist að rétt
eins og á hinum bæjunum.
— Var orðið dálítið varp þarna? spurði ég.
— Það var hreinasta furðu, sagði Guðný. Og það kom
víðar varp en í Hellisey, bætti hún við. Þetta voru víst
orðin 15—20 pund af dún. En svo kom tófa, minkur og