Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 93
BREIÐFIRBINGUR
91
— Varstu ekki oft þreytt og vansæl, Guðný, með allan
þenna hóp? Annars var nú oft ekki hægt að þekkja þig frá
dætrum þínum, sem allar eru þó ljómandi laglegar.
— Eg varð þeim mun sælli, sem börnin urðu fleiri.
Og ég skil ekkert í konum, sem eru að kvarta og sumar
að gefast upp með eitt eða tvö börn. Erfiði fyrir börnin
sín er uppspretta gæfunnar, fyrir hverja heilbrigða móður,
finnst mér. Mér hefur alltaf fundist gaman að lifa, segir
þessi fallega bjarta ogblómlega, en þó nær áttræða, fimmtán
barna móðir.
Ráði þeir, sem ráðið geta þær rúnir skrifaðar úr lind-
um frá uppsprettu lífsins.
Andrés hefur eins og horfið af sviðinu augnablik með
nær lokuð augu.
— Og hvað finnst þér þá að lokum, Andrés? segi ég.
Hann lítur á mig og nú með glettnisglampa í augunum
og svarar:
Finnst mér nú og fullvel skil
að fjarar kraftsins háttur.
En gaman var að vera til, —
vera lífsins þáttur.
— Og hvernig finnst ykkur að vera hér og nú?
— Jú, það er ágætt og allt fyrir mann gert, segir
Andrés. Prýðileg biðstofa fyrir þá, sem lokið hafa sínu
hlutverki, þó ég hefði óskað að bíða heima. En Guðný er
ánægð, það er fyrir öllu. Hún á víst skilið að njóta ein-
hvers, sem áður var í fjarska.
— Þér líkar vel Guðný segi ég þá, eru ekki heldur
minni húsakynnin en þau voru í stóra húsinu á Hamri.