Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 95
Lofsöngur til gróandans
Sjá, moldin hún bíður svo mjúk bak við skóginn
og mænir til þín, sem er akurinn kær.
Hún hvíslar til æskunnar: „Komið með plóginn“.
Sumar og mold er sól og döggvum blandið.
Plæg þú og sá. 011 æskuspor, óskir og krafta
blessar sól og vor.
Og gróður veitir þá gleði ungri sál —
gleði ungri sál, sá gróður frelsar landið.
Sjá, moldin er frjósöm en meir skal þó brotið
hvern morgun, hvert vor til að bæta þinn auð.
Þá sjá munt þú best, hvers þú síðar fær notið
frá mold, þar sem kynslóða kröftum var blandið.
Það allt, er þú sáðir var unnið í trú
og allt þitt framtíðargull skal framborið nú.
Og erfiðið veitir þá orku þinni sál, orku þinni sál —
sú orka frelsar landið.
Sjá, moldin er sæl. En með söngvum og dáðum
'hún samt skal þó veita í framtíð þinn auð.
Hún krefst að þú vinnir með kjarki og ráðum.
Sjá, moldin er sæl. Þar er sorg og gleði blandið.
Sá þú og plæg þú. Svo mun framtíð tryggð.
Því sáningin veitir heillir hverri byggð.
Gróandans friðsæld, hún göfgar sál, göfgar unga sál.
Sú göfgi frelsar landið.
Árelíus Níelson - (stælt úr norsku).