Breiðfirðingur - 01.04.1975, Síða 96
UM REYKHÓLA
Frásögn Samúels Eggertssonar, bróðursonar síra
Matthíasar Jochumssonar, þjóðskálds.
í barnsminni.
Hið fyrsta, sem ég man verulega eftir frá Reykhólum,
er kirkjuferð mín 2. ágúst 1874, á iþjóðhátíðina, sem hald-
in var þar, eiginlega fyrir allt byggðarlagið. — Eg var
þá 10 ára. — Ekkert hefur orðið mér jafnminnisstætt
eða hrifið mig meira og mótast fastar í hugann: Kirkju-
vegurinn út Barmahlíð, heimreiðin að Reykhólum (Skeið-
ið annálaða), flati hóllinn á sléttlendinu með kirkjunni
og hinum nýbyggða hæ, reykjunum háu og tignarlegu um-
hverfis túnið og öllu 'hinu dásamlega fagra útsýni, allt í
kringum hinn víðáttumikla, fagra Breiðafjörð.
Sá víði sjónhringur hlýtur að vera öllum minnisstæðuB,
sem lítur hann. — Allt frá Gilsfjarðarbotni til Snæfell
jökuls blasir við hár fjallgarður Dala- og Snæfellsnessýslu
með sínum óendanlegu bláu litbrigðum og tilbreytingum,
þar sem dalir og firðir skerast inn. — Og svo í vestri,
frá Skorarfjöllum teygja fjallahyrnurnar sig fram austur
eftir allri Barðastrandarsýslu inn í Gilsfjarðarbotn. —
Og gleymum svo ekki öllum eyjaklasanum, sem setur sinn
stimpil á allan Breiðafjörð, en nýtur sín ekki fyrr en
komið er upp á Hyrnurnar á fjallinu bak við nesið, sem