Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 97
BREIÐFIRÐINGUR
95
Reykhólar standa á. Þá greiðist allt í sundur og liggur
fyrir fótum manns eins og landa'bréf eða málverk. — Þetta
útsýni hlýtur öllum að verða ógleymanlegt, sem sjá það
í fyrsta sinn 'í hreinu loftslagi — góðu skyggni.
Þá skal minnst lítið eitt á bæinn. — Hann var þá í
mínum augum hæði stór og fagur, enda talinn þar um
slóðir hinn glæsilegasti, sem sézt hefði. Prýðilega byggð-
ur að veggjum og vandaður að öllu, með þrem stafnþilj-
um samstæðum, er vissu fram á hlaðið í útsuður (átt til
Snæfellsjökuls, útvarðar Breiðafjarðar). — Jók það ekki
alllítið á hrifningu mína, hve mikill hátíðarsvipur virtist
þá hvíla yfir öllu. — A öllum burstunum vimplar, sem
bylgjuðust fyrir blænum, og á hlaðinu afarmikill skáli —
veislusálurinn, — sem Bjarni bóndi 'hafði í skyndi slegið
upp úr borðvið þeim, er bafa skyldi í stofúþiljur síðar,
því bærinn varð ekki fulllbyggður fyrr en um haustið.
Yfir skálann var tjaldað voðum. —- Þarna var sam-
ankominn fjöldi fólks úr héraðinu og nálægum sveit-
um og mannfagnaður mikill, veitingar og rausn, söngur
og fiðluspil, ræður haldnar og minni drukkin. — Ég var
í þriðja himni í dýrðinni! — Heyrði talað um að konung-
urinn (Kr. IX.) kæmi þá til Reykjavíkur og yrðu kjörnir
menn úr öllum sýslum landsins, er þeysa skyldu til Þing-
valla og fagna honum þar í nafni landsmanna. — Gestur
Pálsson, skáld, var sendur af okkar 'hálfu, Barðstrendinga.
Fór hann úr þessari veislu við annan mann, auðvitað dag-
fari og náttfari, því tíminn var naumur. — ennfremur
var sagt að mikill viðbúnaður væri í höfuðstaðnum:
Matthías og Steingrímur, og ef til vil'l Gröndal, ætluðu að