Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 102
TÓMAS HELGASON fráHnífsdal:
Var Torfi Bjarnason
við búnaðarnám í Flatev?
Hinn 28. júní 1970 vorum við nokkrir nemendur frá
Hvanneyri þar samankomnir til þess að minnast þess, að
á því ári voru liðin 30 ár frá brottför okkar baðan.
Eg sagði þá, meðal annars, í smátölu, sem ég flutti þar,
að mig langaði til þess að rekja skemmtilegan þátt úr
sögu búnaðarfræðslunnar, sem hófst hér í Borgarfirði og
náði aftur hingað að Hvanneyri.
Guðmundur Ólafsson á Fitjum í Skorradal, sem numið
hafði jarðyrkjustörf erlendis, kennir Ólafi Jónssyni úr
Hvallátrum þau störf. Hjá honum er svo við nám úti í
Flatey á Breiðafirði Torfi Bjarnason, síðar öllum kunnur
sem Torfi í Ólafsdal.
Eftir að Torfi stofnar skóla sinn í Ólafsdal, er þar við
nám Hjörtur Snorrason, er hér var skólastjóri á Hvanneyri.
í hverju var svo þetta nám fólgið þarna í Flatey, var
það vísir að búnaðarskóla?
Svo segir meðal annars í 12. árgangi Þjóðólfs árið 1860:
„Eyjahreppur, Flateyjarsóknin, hefur tekið stórum
framförum öðrum til fyrirmyndar í sömu stefnu, og þó
eru þær ekki hálfséðar enn; því fyrir hérumbil 7-—8 ár-
um var séra Ólafur (þ. e. prófastur Sívertsen) hvatamað-
ur að því, að efnilegur ungur Vestfirðingur var settur til
læringar hjá mönnum þeim er numið höfðu erlendis, og
varði hann einn til 100 ríkisdölum. Eftir að þessi maður
varð fullnuma orðinn, hefur prófasturinn nú í 3 vetur