Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 104
102
BREIÐFIRÐINGUR
að öllu leyti síðan ég kom norður, en lítið hefur mér
farið fram að skrifa, enn minna að reikna, en ég vona,
að það komi til bráðum, því nú er ég bráðum ferðbúinn
að fara út í Hofsós til að læra að reikna og svo að kom-
ast eitthvað niður í dönsku, og hefur Sveinn móðurbróðir
minn og húsbóndi komið mér þar fyrir um tíma, en vegna
fátæktar okkar, þá verður það líklegast ekki lengur en
mánaðartími. Gaman þótti mér að frétta, að þér líður vel
og þú hafðir verið í Flatey í vetur, sagði Magnús Bergsson
mér, en hann gat ekki sagt mér neitt greinilega hvað þú
ihafðir lært þar, nema hann sagði það hefði verið jarðrækt.
Ég bið þig þegar þú skrifar mér til, að segja mér það
allt saman. Góð hefur tíðin verið hér í vetur, en þó nokkuð
óstöðug framanaf, en batnar einlægt, eftir því sem hefur
liðið á veturinn, og hefur Gráni minn gengið úti í vetur
og er dável feitur, því ég brúkaði hann lítið í sumar, en
reið honum svo að kalla ekkert norður í vor. — Nú er
ég búinn að eignast hnakk, nýjan að mestu leyti, með
tilstyrk frænda míns, ég á eina kind, sem hann gaf mér.
Nú eru þetta mestu fréttirnar (vinur minn) og eru þær
heldur fáar, en það verður að duga í þetta sinn, því ég
vona að ég geti eitthvað sagt þér meira í fréttum, þegar
ég skrifa þér næst til. Að endingu bið ég þig að forláta
þettað ljóta klór. Vertu svo guði í hendur falinn um tíma
og eilífð, þess óskar af alhuga þinn vin.
Árni Árnason.
P.S. Ég bið kærlega að heilsa foreldrum þínum og
systkinum og foreldrar mínir í sama máta, en blessaður
skrifaðu mér til aftur það fyrsta.
1000 sinnum sæll, mælir Árni Árnason.