Breiðfirðingur - 01.04.1975, Síða 105
Baldvin í Sylgju
Við íslendingar getum ekki státað af mörgum uppfinn-
ingamönnum, og möguleikar fyrir þá eru litlir hér á landi.
Hér eru fá fyrirtæki til að styrkja þá fjárhagslega, svo
að þeir geti einbeitt sér að sínum tilraunum, eins og tíðkast
erlendis. Þeir fáu menn, sem við eigum, láta lítið yfir sér,
og það er hljótt um þá. Einn þessara manna er Baldvin
Jónsson, sem margir þekkja eflaust undir nafninu, Baldvin
í Sylgju. Það er Baldvini að þakka, að æðardúnn er orð-
inn eins verðmæt útflutningsvara og raun ber vitni.
Verðmæti útflutnings dúns er nú mikið. Baldvin hefur
opnað æðarræktarmönnum dyrnar að nútíma tækni, þannig
að hreinsun dúnsins fer að mestu leyti fram í vélum, þó
það verði aldrei svo, að mannshöndin komi þar hvergi nærri.
Frá ómunatíð höfðu verið notaðar frumstæðar aðferðir
við hreinsun dúnsins, auk þess sem hann náðist aldrei
almennilega hreinn. Þetta var óþrifalegt verk og óhollt,
framkvæmt í þröngum húsakynnum í miklum hita. Dúnn-
inn er sérstakt efni, þetta eru léttir hnoðrar, sem halda í
sér bæði ryk, grasi og öðrum ó'hreinindum, sem menguðu
loftið við vinnsluna og fylltu öll vit.
Baldvin hefur fundið upp þrjár vélar til að hreinsa dún-
inn og er að leggja síðustu hönd á þá fjórðu. Lífsstarf
hans hefur verið helgað smíði þessara véla og endurbótum
á þeim til að auka vörugæði dúnsins.