Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 107
BREIÐFIRÐINGUR
105
fundið rétta lausn. Hann vann á Landsímanum fram til
ársins 1935. Þá kom hann á fót knappa- og spennuverk-
smiðju, en varð að hætta með hana vegna hráefnisskorts
á stríðsárunum. Nú rekur hann viðgerðarverkstæðið Sylgju,
þar sem gert er við saumavélar, ljósmyndavélar, utan-
borðsmótara og hvað annað sem 'hugsast getur.
Þó að hans aðalstarfskraftar hafi verið helgaðir smíði
dúnhreinsunarvéla, liggja fleiri uppfinningar eftir Bald-
vin. Má þar nefna murtuhreinsunarvél, sem hann gerði
fyrir Ora. Áður fyrr þurfti að blóðhreinsa fiskinn með
höndum. Nú ihefur Baldvin gert vél, sem blóðhreinsar 100
murtur á mínútu, og hefur orðið mikill vinnusparnaður
hjá fyrirtækinu við þetta. Einnig hefur hann gert plokk-
unarvél, að ósk Eyjabænda, til að reyta lunda. Hefur hún
reynst bændum vel, þó að þeir hafi ekki allir komist upp
á lag með að nota hana.
Hafði aldrei komið í œðarvarp.
Við fengum tækifæri til að rabba lítillega við Baldvin
og spyrja hann, hvenær áhugi hans hafi fyrst vaknað á
því að smíða þessar vélar.
— Ég var eitt sinn í sumarleyfi hjá bónda, sem hafði
æðarvarp. Fór hann þess á leit við mig, að ég fyndi upp
vél til að hreinsa dúninn. Ég hafði þá sjálfur aldrei komið
komið í æðarvarp. Ég fékk strax áhuga á því að smíða
dúnhreinsunarvél, og árið eftir, að hann hafði stungið
þessu að mér, fékk hann vélina, sem reyndist vel. Þetta
var árið 1954.
Samband ísl. samvinnufélaga hafði seinni hluta fimmta
áratugsins komið sér upp dúnhreinsunarstöð á Akureyri.