Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 108
106
BREIÐFIRÐINGUR
Hún var dýr í rekstri og náði ekki þeim árangri, sem von-
ast var til. Þeir voru með lélegar vélar, sem fylltu mörg
herbergi. Þessi nýja vél mín var á stærð við þvottavél og
breytti málunum mikið. Hún var miklu þrifalegri og af-
kastaði mun meira, auk þess sem mengun í lofti hvarf.
Árið 1969 flutti þessi stöð til Reykjavíkur og er nú stað-
sett í Laugarnesinu. Jón frá Höfnum hefur umsjón með
dúnhreinsuninni þar. Jón er gamall æðarræktarbóndi og
’hefur Sambandið ráðið hann til að hafa eftirlit með hreins-
uninni
Eftir að ég hafði smíðað dúnhreinsunarvélina, kom ann-
að vandamál til sögunnar. Áður fyrr var dúnninn bakaður,
hann var settur í pott og hitaður, þar til óhreinindin urðu
feysk og molnuðu. Þessi aðferð stóð ekki undir afköstum
nýju vélarinnar, svo ég smíðaði öruggan ofn. í þessum
ofni er dúnninn hitaður í fleiri klukkustundir við 120
gráðu hita, og má segja, að dúnninn komi gerilsneyddur út
aftur. Hefur það mikið að segja upp á gæði dúnsins. Síð-
asta vélin, sem ég smíðaði, er fjaðratínsluvél, til að tína
fjaðrir og önnur óhreinindi, sem verða eftir í dúninum.
Hreinsun dúns er vandasamt verk og hreinsun hans í vél-
um er takmörkum sett. Það þarf alltaf að handtína dún-
inn eitthvað, tína úr honum fjaðrir, spott og annað, sem
hefur orðið eftir, þegar dúnninn er búinn að fara gegnum
fjaðratínsluvélina, sem ég er reyndar að endurbæta núna.
Stærstu framleiðendur í heimi.
Hvaða lönd eru það sem aðallega kaupa dúninn?
— Sambandið selur aðallega á Þýskalandsmarkað. Er-
lendis er íslenski dúnninn heimsþekkt gæðavara, og síðustu