Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 109
BREIÐFIRÐINGUR
107
ár hefur hann hækkað gífurlega í verði. Er það að þakka
auknu hreinlæti í meðferð dúnsins með tilkomu vélanna.
í dag erum við stærstu framleiðendur í heimi.
Þetta var dýr vara og kröfurnar miklar. Það þarf að
hvetja bændur til að leggja áherslu á að hirða dúninn vel
úr æðarvarpinu. Það veltur á fyrstu meðferð, hvort dúnn-
inn verður góð vara.
Eftir að áhugi hænda hefur verið vakinn á því að gera
þetta að verðmætri útflutningsvöru, er þar aðeins ein hætta,
sem vofir yfir, og það er veiðibjallan. A Norðurlöndum
er talið að kollan komi út tveim ungum á ári en hér á
landi koma tíu fuglar út tveim ungum. Árlega nam dúnn-
inn u. þ. b. 4000 kg. Nú er hann ekki nema 1500 kg. á ári.
Ástandið er því mjög slæmt. Um leið og ég vil þakka æðar-
ræktarfélaginu fyrir þann iheiður, sem það hefur auðsýnt
mér, vil ég benda á, að félagið þarf að einbeita sér að
því að fá stjórnvöld til að fækka þessum fugli, það er
algjör forsenda fyrir frekari æðarvarpi.
Fjölgun veiðibjöllunnar er aðallega í kringum fisk-
vinnslustöðvar og sláturhús. Bændur hafa fengið leyfi til að
eitra fyrir svartbakinn með svefnlyfjum, en þeir hafa ekki
mætt nógum skilningi hjá yfirvöldum. Þeir vilja samvinnu
við náttúruverndarmenn til að vernda æðarfuglinn, en
stefna þó ekki að útrýmingu veiðibjöllunnar.
Alltaf pnrft að byrja frá grunni.
Sannleikurinn er sá að ég 'hef aldrei fengið nægilegt
verð fyrir mínar vélar til að standa undir kostnaði við
smíði þeirra. Með tilstyrk bænda og alþingismanna, sem