Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 112
110
BREIÐFIRÐINGUR
„En sem nærri Edensreit
ormurinn skæri þrumdi
yfir varpsins væru sveit,
veiðibjallan þrumdi.“
Nú er þarna og sköpun skipt. Flatey er ekki einungis
fögur, svo að Laxness spyr, þegar hann hugsar til vornótta
þar, er hann gisti eyjuna í æsku: „Er þetta kannski sjálf
óskanna ey?“ Hún verður einnig þannig þessum þekktu
hugsuðum líkt og draumsýn dýrðar og friðar.
Hún er sagnanna ey, þar sem einu sinni ríktu og blómg-
uðust æðstu óskir og fegurstu framtíðarhugsjónir Islend-
inga. Auðugustu fjölskyldur landsins bjuggu þar búum
sínum og sendu bréf til kóngsins Kaupmannahafnar, þar
sem hinn sjálfkjörni og fyrsti forseti íslands sat raunar
valdalaus. Og þessi bréf í höndum hans og huga áttu eftir
að kveikja frelsi og framfarir á íslandi.
En einmitt þegar þeir draumar tóku að rætast, hófst
dauði Flateyjar. Þar sem aldrei hafði vantað björg í bú
né orðið 'hungursneyð á íslands verstu öldum, varð ördeyða
fiskjar við sker og æðarvarp hverfandi.
Þá komu blaðamenn til að lýsa dauðateygjunum, ókunn-
ir ferðamenn, sem skrifuðu „Síðasta skip suður“, mynda-
tökumenn, sem sýndu drasl og hrynjandi hjalla, ryðguð
hús og hæðirnar í Strýtu. Og síðan kom málari frá Suður-
löndum og vildi með list sinni lífga sögu og afrek liðinni
alda í eyjunni með málverkum í sjálfri kirkjunni.
Hann gerði þetta af grandvarleika og fórnarlund fremur
en forsjá, og sannarlega erum við þakklát, þessir innfæddu
Flateyingar.
En eyðingin heldur áfram, og hún hefur ekki einungis