Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 113
BREIÐFIRÐINGUR
111
lagt hönd dauðans yfir dúnhreiðrin, húsin, söguna, hóka-
safnið og höfnina, heldur einnig kirkjuna og þar á meðal
eru nýju myndirnar hans Baltlhazar hins spænska að verða
að engu. Líka þær, þessi síðasta gjöf og eitt nýjasta mann-
virki í Flatey, gefið af þessum unga vitringi frá Suður-
löndum að jötu Krists, eru að hverfa í auðnina.
En nú er landvernd og alls konar vernd á allra vörum.
Og því vil ég segja með Matthíasi um leið og ég minni á
mína bernskubyggð, þar sem mér var leyft að líta fyrst
dagsins ljós þessarar fögru en grimmu veraldar:
„Enn við bjartan Breiðafjörð
ber mér margt að segja.
Þar sem skarti skrýðist jörð
skín mín hjartans eyja.
Frá því byggð þín brosa tók
barnsins sjónartaugum
listum fegri lífsins bók
leit ég hvergi augurn.
Nú eru bliknuð blöðin mörg
breyttir stafir þínir,
þar sem við þinn helgihörg
hvíla vinir mínir.“
Getum við og þið, sem þarna standið næst látið þessa
eyðingu óskaeyjar og minningalands sagna og þjóðlífs
afskiptalausa?
Við vorum þarna 72 úr Safnaðarfélagi Langholtsbyggð-
ar eins og fyrstu útsendarar Krists forðum, á sólfáðu
laugardagskvöldi inn í hásumardýrð Flateyjar héðan úr