Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 115
BREIÐFIRÐINGUR
113
engin Sigríður í Klausturhólum með alla rausn prófasts-
setursins forna, sem allt frá stofnun klaustursins á 12. öld
hafði sett svip á bæinn. Hún Sigríður Einardóttir, tengda-
dóttir frú Guðrúnar og sr. Sigurðar Jenssonar, prófasts,
bróðursonar Jóns Sigurðssonar forseta. Hún var síðasti
fulltrúi höfðingslundar og gestrisni á Klausturhólum.
Nú dvelur hún með börnum sínum báðum í fjarlægri
heimsálfu.
Og hér eru ,,hólarnir“ samt með viðsýnið fríða, sem
ekkert hefur breyst í átta hundruð ár. Það voru nefnilega
í fyrra alveg átta aldir síðan Flateyjarklaustur var stofnað
þarna uppi á hólnum.
Kannski var það fyrsti helgidómur kirkju í eyjunni.
Ekki virðist getið um kirkju þar fyrr, og fyrsti máldagi í
Flatey er frá 1274.
En klaustrið var reist þar sem hæst ber eyjuna. Og heita
þar enn Klausturhólar.
Eftir garði eða tóftum að dæma, sem enn eru tengdar hús-
um klaustursins hefur það verið lítið. Enda náði það aldrei
vexti né auði til húsagerðar. Það var aðeins tólf ár í
Flatey. Flutt þaðan að Helgafelli 1174. Samt eru þarna
enn örnefni, sem tengd eru klaustrinu önnur en Klaustur-
hólar, og hella nærri ,,garð“ brotunum er nefnd klausturs-
hella og sögð hafa verið í hliði, þegar inn í klaustrið var
gengið. I hellunni er hola, sem sögð er hafa verið hreins-
unarfontur fylltur vígðu vatni fyrir klaustursgesti að
signa sig úr, áður en inn var gengið eða út. Þá er þar
einnig Gyðulind, kennd við Gyðu móður Þorsteins Gyðu-
sonar, sem bjó eða var höfðingi Flateyjar á þessum árum.
Munu þau mæðgin, hann og Gyða móðir hans hafa