Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 116
114
BREIÐFIRBINCUR
stofnað klaustrið og gefið til þess land og helga dóma.
En klaustrið var lielgað 'heilögum Jóni eða Jóhannesi
guðspjallamanni og postula, en vígt af Klængi Þorsteins-
syni biskupi. Fyrsti prestur lil Flateyjar, sem getið er um
hét Oddleifur (1219) og bjó reyndar á Múla. Má vera,
að þar hafi Flateyjarklerkar upphaflega haft aðsetur
fremur en í eyjunni. Hann er nú annars frægastur fyrir að
úthýsa Guðmundi biskupi góða Arasyni og fylgdarliði
hans, þegar hann ferðaðist um og vígði vötn og staði við
Breiðafjörð.
En Guðmundur boðaði honum auðn og eyðingu embættis
og sveitar. En þá skömmu síðar brunnu staðarhús á Múla
á Skálmarsnesi. Þóttu orð hins heilaga biskups þar með
rætast. En gæti verið að þau væru enn þá og fyrst nú að
verða veruleiki í Flatey.
Annars er nær ómögulegt að henda reiður á sögusögnum
um Flateyjarklaustur. Þær virðast allar eitthvað ævintýra-
kenndar, og litaðar fordómum, misskilningi og óvild mót-
mælenda á síðari tímum. A til dæmis áðurnefnd Gyða að
hafa verið fyrsta nunnan í Flatey. Og hún er sögð hafa
frosið í hel við Gyðulind, þar sem hún var fáklædd í
frosti og vetrarbyl að bæta fyrir syndir sínar.
Ennfremur er getið í munnmælum um útburð barna úr
klaustrinu undir Útburðarsteini í fjöru við Mjósund. Og
einnig má minna á svipaðar sögur úr Helgafellsklaustri,
nema þar átti að drekkja hinum óvelkomnu og syndgetnu
börnum í vatninu.
En til að sýna, hve þessar frásögur eru fjarstæðar að
órannsökuðu máli, verður að benda á, að munkaklaustur
og nunnuklaustur voru varla undir sama þaki.