Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 117
BREIÐFIRÐINGUR
115
Klaustrin í Flatey og á Helgafelli voru að því er helst
verður vitað munkaklaustur og erfitt að hugsa sér nokkurt
samkrull þar með, hvorki gagnvart Gyðu í Flatey né Guð-
rúnu Ósvífursdóttur að Helgafelli. En vel gátu þær samt
verið vistkonur í klaustrunum, sem voru víða í sein bæði
uppeldisheimili og gamalmennihæli.
Enn má þess og geta, að hæði munkar og nunnur íslenskra
klaustra virðast hafa umgengist venjulegt fólk utan klaustr-
anna. Og alltaf hefur ástin verið söm við sig, blind og
óforsjál. Og Flateyingar hafa alla tíð fengið orð fyrir heit-
ar og óstýrlátar ástir, sem Guð hefur þó oft blessað vel.
Enda dæmir hann ekki í mannlegum dómstóli.
En nú skal tekið stórt stökk, því hér er ekki tími til að
segja sögu kirkju í Flatey. Af þeim 20 prestum eða nálægt
því, sem hægt er að nefna frá sr. Oddleifi á Múla og fram
til vorra daga gnæfir hæst sr. Ólafur Sívertsen sá 15. í
röðinni og var prestur í Flatey frá 1823—1860, eru þó
margir ágætir í þeim hópi.
Ævisaga hans og athafnir, hugsjónir hans og fram-
kvæmdir eru sannarlega efni í langt mál. Líklega er það
hann, sem reisir fyrstu timhurkirkju Flateyjar og þá uppi
á hólnum, þar sem núverandi kirkjugarður er. Og sam-
kvæmt rituðum samtímáheimildum er hún vígð til helgi-
athafna af sr. Bjarna Símonarsyni, prófasti á Brjánslæk
hinn 19. desember 1926.
í þessa kirkju kom ég fyrst við hátíðahöld Flateyinga
á 10 ára afmæli sjálfstæðis Islands 1. des. 1928. Mun
sá dagur fæstum gleymast, sem viðstaddir voru. En kirkjan
og skólinn voru þá einu samkomuhús eyjabúa.
. . Sigvaldi Kaldalóns tónskáld var þá læknir í Flatey. mun