Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 118
116
*
BREIÐFIRÐINGUR
sá söngur, sem nær hefur varpað þjóðsöngnum í skugga
„Island ögrum skorið“, þá hafa verið fluttur í fyrsta sinn
opinberlega í nýju kirkjunni í Flatey við messu hjá sr.
Sigurði Einarssyni skáldklerki.
En á samkomunni í skólanum var flutt og sungið minni
Eggerts Olafssonar, sem vissulega var einn af morgun-
mönnum og blysberum íslenskrar endurreisnar. Og ljóðið,
sem flutt var undir lagi Kaldalóns var ort að Sveini Gunn-
laugssyni kennara í Flatey þá:
„Hefjum einróma söng
hyllum árroðans son,
minnumst eyjanna frægasta manns,
sem í ánauð og þröng
glæddi úrkula von,
sem var eldgjafi þjóðar og lands.
Tengjum hönd við hönd.
færum strönd að strönd,
brúum stormhrakin eyjasund
þennan merka dag
bindum bræðra lag,
hrekjum brott sérhvern kala úr lund“.
Það var vissulega enn þá til vaxtarbroddur íslenskrar
menningar bæði í verki og list, ljóði og tónum í Flatey,
eins og raunar lengi áður.
En það var einmitt þessi vaxtarbroddur sannrar menn-
ingar, sem talað var !þá um að vernda og varðveita. Og
þrátt fyrir allt var enginn krepputónn í kvæðum þeim.
Víkingablóð á vígðum brautum logaði þá glatt í þrjú
hundruð manna þorpi þar sem nú óma raddir minninganna
einar. Steinkirkjan, sem þá var nefnd nýja kirkjan í Flatey,